Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarfulltrúar vilja stöðva mengun frá kísilverksmiðju
Miðvikudagur 22. febrúar 2017 kl. 16:01

Bæjarfulltrúar vilja stöðva mengun frá kísilverksmiðju

Þungar áhyggjur af því hversu brösuglega starfsemin hefur gengið og vegna mengunar sem komið hefur frá kísilverksmiðju United Silicon

Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar tóku á bæjarstjórnarfundi í gær undir áhyggjur annarra íbúa af þeirri mengun sem komið hefur frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík og athugasemdir þeim tengdum. Enn berast kvartanir til Umhverfisstofnunar vegna lykt- og loftmengunar frá verksmiðjunni. Fulltrúar United Silicon og Umhverfisstofnunar munu koma á fund bæjarráðs 2. mars nk. 

Nokkrar umræður urðu á bæjarstjórnarfundi í gær vegna verksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar opnaði umræðuna. Lýstu bæjarfulltrúar m.a. yfir þungum áhyggjum af því hversu brösuglega starfsemin hefur gengið frá upphafi. Verksmiðjan var gangsett um miðjan nóvember sl. Á fundinum í gær lagði bæjarstjóri til að hann myndi kalla fulltrúa United Silicon og Umhverfisstofnunar á fund bæjarráðs sem fyrst og var það samþykkt. Fulltrúi frá fyrirtækinu og Umhverfisstofnun munu koma á fund bæjarráðs 2. mars nk. til þess að skýra sín sjónarmið. Bæjarfulltrúar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þá ófyrirséðu mengun frá verksmiðunni sem torvelt virðist að lágmarka, en var í upphafi útskýrð sem byrjunarörðugleikar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024