Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjarfulltrúar sem styðja uppbyggingu kísilvera hvattir til afsagna
Miðvikudagur 6. september 2017 kl. 16:45

Bæjarfulltrúar sem styðja uppbyggingu kísilvera hvattir til afsagna

-Andstæðingar stóriðju í Helguvík óska eftir svörum frá bæjarfulltrúum Reykjanesbæjar

Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa sent formlega fyrirspurn til hvers og eins bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar varðandi uppbyggingu kísilvera í Helguvík. Þar eru bæjarfulltrúar spurðir um afstöðu þeirra varðandi uppbyggingu kísilvera í Helguvík og þeim gefinn frestur að svara til 15. september næstkomandi.

„Ef þú ert á móti uppbyggingu, ert þú sem bæjarfulltrúi tilbúinn að koma í samstarf með ASH og umhverfis- og auðlindaráðherra til að koma í veg fyrir tilvonandi uppbyggingu kísilvers Thorsil og formlega óska eftir því að stöðva rekstur kísilvers United Silicon fyrir fullt og allt? Ef þú ert með uppbyggingunni, þá óskum við hjá ASH formlega eftir því að þú segir þig frá störfum sem bæjarfulltrúi þegar í stað því ASH telur að þú þjónir ekki hagsmunum né vilja meirihluta íbúa Reykjanesbæjar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tekið er sérstaklega fram að ekki sé óskað eftir svari bæjarstjóra fyrir hönd bæjarfulltrúa.