Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Reykjanesbæ og Grindavík með yfirlýsingu
Föstudagur 30. nóvember 2018 kl. 13:46

Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Reykjanesbæ og Grindavík með yfirlýsingu

„Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi í Grindavík, Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi í  Sveitarfélaginu Árborg hafa sent frá sér.
 
Þá segir: „Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024