Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarbúum boðið frítt í sund
Þriðjudagur 30. maí 2017 kl. 06:00

Bæjarbúum boðið frítt í sund

-Hreyfivika UMFÍ hófst í gær

Frítt verður í sund fyrir alla næstkomandi föstudag, í tilefni Hreyfiviku UMFÍ í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar. Hreyfivikan er árleg lýðheilsuherferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. Þá eru stofnanir fyrirtæki, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög í Reykjanesbæ hvött til þátttöku. Umsjón með verkefninu í Reykjanesbæ hefur stýrihópur Heilsueflandi samfélags í samstarfi við íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík.

Sundlaugagestir eru hvattir til að skrá sig daglega í afgreiðslu sundmiðstöðva Reykjanesbæjar og hversu marga metra þeir syntu. Tveir heppnir þátttakendur í sundkeppninni verða dregnir úr pottinum og fá árskort í Sundmiðstöðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024