Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarbúar munu velja nýtt nafn í atkvæðagreiðslu
Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis í júní sl.
Fimmtudagur 16. ágúst 2018 kl. 15:31

Bæjarbúar munu velja nýtt nafn í atkvæðagreiðslu

Bæjarráð í nýju sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis mun skila tillögum bæjarstjórnar í nafnamálinu en eins og komið hefur fram mun hún ekki byggja ákvörðun um nýtt nafn á sveitarfélaginu á niðurstöðvum atkvæðagreiðslu sem fram fór sl. vor. Þar fékk nafnið Heiðarbyggð flest atkvæði en 6,5% bæjarbúa gáfu því nafni atkvæði.
„Staðan er þannig, að í sumar fól bæjarstjórn bæjarráði að vinna að málinu.  Bæjarráð hefur fjallað um það og mun skila tillögum til bæjarstjórnar, stefnt að því að bæjarstjórn fjalli um það í byrjun september. Tillögur bæjarráðs munu fela í sér fyrirkomulag, framkvæmd og tímasetningar.  Hugmyndir eru uppi um að fram fari atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélagsins um tillögur að nöfnum og þegar líður inn í haustið liggi fyrir niðurstaða um hvert verði heiti sveitarfélagsins,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024