Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarbúar hvattir til að leita í geymslum að textílmunum
Þriðjudagur 21. september 2004 kl. 10:33

Bæjarbúar hvattir til að leita í geymslum að textílmunum

Áhugafólk um textíla kom saman í Duushúsum sl. laugardag 18. september til að hlýða á erindi Brynhildar Þórðardóttur textíl- og fatahönnuðar. Brynhildur hefur undanfarnar 10 vikur unnið að sérverkefni fyrir Byggðasafn Reykjanesbæjar sem fólst í að skrá og ganga frá textíleign safnsins.

Textílarnir voru flokkaðir í; dúka, púða, teppi og mottur, gardínur, eldhústau, fatnað og búninga, rúmfatnað og fána og veifur. Þannig ná textílar yfir alla þá hluti sem eru ofnir, prjónaðir, heklaðir eða fléttaðir. Einnig er hægt að flokka fylgihluti eins og skótau og veski með textílum.

Í máli Brynhildar kom fram að í safninu sé að finna marga góða textílgripi en þó vanti töluvert upp á til að sannfærandi mynd fáist af 20. öldinni.
Því eru bæjarbúar hvattir til að skoða nú vel í fataskápa og upp á háalofti hvort eitthvað þar leynist sem fengur væri að fyrir safnið að eiga.
Þeir mælikvarðar sem mikilvægt er að hafa í huga er að safnið leitar eftir textílum sem hafa menningarsöguleg tengsl við það svæði sem fellur undir bæjarmörk Reykjanesbæjar. Það er; tengjast heimilishaldi, einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum sem hér bjuggu eða störfuðu. Sérstaklega er leitað að dæmigerðum, venjulegum textílum og einnig að sérstökum textílum sem tengjast ákveðnum persónum, s.s. handprjónuðum peysum, heimasaumuðum flíkum o.s.frv. og einnig þeim sem eru mjög lýsandi fyrir ákveðin tímabil, (tískugripir).

Allar nánari upplýsingar veittir forstöðumaður safnsins; Sigrún Ásta Jónsdóttir, s. 865 6160. Einnig er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið: [email protected]

Fleiri fréttir af vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024