Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarbúar hvattir til að koma með hugmyndir að átaksverkefnum
Þriðjudagur 24. mars 2009 kl. 09:03

Bæjarbúar hvattir til að koma með hugmyndir að átaksverkefnum


Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar beinir því til íbúa bæjarfélagsins að koma ábendingum og hugmyndum um hugsanleg atvinnuskapandi átaksverkefni til bæjarskrifstofunnar.
 
Á síðasta bæjarstjórnarfundi fór Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, yfir forsendur þess að sækja um styrki vegna átaksverkefna en alls eru um 160 manns nú atvinnulausir í bæjarfélaginu. Í máli hans kom fram að í undirbúningi er að finna átaksverkefni með deildarstjórum bæjarins.  Nokkrar umræður urðu um málið og ýmsar hugmyndir komu fram um hugsanleg verkefni, eðli og fyrirkomulag þeirra.

Bæjarstjóra var falið að finna verkefni og undirbúa tillögur fyrir næsta bæjarstjórnarfund. Bæjarstjórn beinir því til íbúa bæjarins að koma ábendingum og hugmyndum um hugsanleg átaksverkefni til bæjarskrifstofunnar í Vörðunni fyrir 25. mars.


Tengd efni www.sandgerdi.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024