Bæjar- og sveitarstjórar fá símenntunaráætlun
Nýlega fengu bæjar- og sveitarstjórar afhent eintak af 2 ára símenntunaráætlun sem unnin hafði verið í samstarfi við starfsmenn sem tilheyrðu hverri starfsstétt og bæjarfélagi fyrir sig og starfsmanni Miðstöðvarinnar.
Settir voru upp fimm vinnuhópar eftir hverju starfssviði. Einn starfsmaður frá hverju sviði og hverju sveitarfélagi fyrir sig var valin í hvern hóp. Í fyrsta hópi voru skólaliðar og starfsmenn frístundaskólans, í öðrum hópi var starfsfólk íþróttahúsanna og sundmiðstöðvarinnar. Í þriðja hópnum voru starfsmenn mötuneytanna og heimaþjónustunnar, í fjórða hópnum voru starfsmenn áhaldahúsanna og loks voru starfsmenn bæjarskrifstofunnar og skólaritarar.
Ræddu þessir aðilar saman undir handleiðslu starfsmanna Miðsvöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Með þessu var reynt að hafa starfsmennina virkari þátttakendur í áætluninni.
Markvissri þarfagreiningu var beitt til að kanna áhuga og þörf starfsmanna fyrir námskeiðum.
Áætlunin hefur verið samþykkt og er fyrirhugað að námskeið muni hefjast fyrir þessar ákveðnu starfsstéttir á bilinu ágúst til október 2005. Um er að ræða 60 kennslustunda námskeið sem dreifist yfir 2 ár og er því áætlað um 15 kennslustundanámskeiðum á hverri önn fyrir sig.
Vf-mynd úr safni
Settir voru upp fimm vinnuhópar eftir hverju starfssviði. Einn starfsmaður frá hverju sviði og hverju sveitarfélagi fyrir sig var valin í hvern hóp. Í fyrsta hópi voru skólaliðar og starfsmenn frístundaskólans, í öðrum hópi var starfsfólk íþróttahúsanna og sundmiðstöðvarinnar. Í þriðja hópnum voru starfsmenn mötuneytanna og heimaþjónustunnar, í fjórða hópnum voru starfsmenn áhaldahúsanna og loks voru starfsmenn bæjarskrifstofunnar og skólaritarar.
Ræddu þessir aðilar saman undir handleiðslu starfsmanna Miðsvöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Með þessu var reynt að hafa starfsmennina virkari þátttakendur í áætluninni.
Markvissri þarfagreiningu var beitt til að kanna áhuga og þörf starfsmanna fyrir námskeiðum.
Áætlunin hefur verið samþykkt og er fyrirhugað að námskeið muni hefjast fyrir þessar ákveðnu starfsstéttir á bilinu ágúst til október 2005. Um er að ræða 60 kennslustunda námskeið sem dreifist yfir 2 ár og er því áætlað um 15 kennslustundanámskeiðum á hverri önn fyrir sig.
Vf-mynd úr safni