Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Baðstrandarstemmning í Sandvík
Mánudagur 19. júlí 2004 kl. 11:07

Baðstrandarstemmning í Sandvík

Veðrið lék við íbúa á Reykjanesi um helgina sem og á landinu öllu og nýttu margir tækifærið til útivistar.

Svarti sandur í Sandvík er vinsæll áningarstaður og lögðu margir leið sína þangað um helgina til þess að hlaupa um á ströndinni og prófa aðeins hitarstig sjávarins. Þótt kalt væri létu börnin það ekki aftra sér frá því að vaða aðeins í sjónum enda ævintýri mikið.

Hægt er að keyra upp að ströndinni og leggja þar bílnum og tilvalið er að taka með sér nesti og teppi og eiga góða stund við sandhólana og melgresið.

Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024