Baðstaðurinn 10 ára
Í gær, miðvikudaginn 15. júlí voru 10 ár liðin frá opnun nýs og glæsilegs baðstaðar Bláa Lónsins. Á þessu tímabili hafa um þrjár og hálf milljón gesta heimsótt baðstaðinn en starfsemi hans hefur verið í stöðugri þróun frá opnun.
Síðla árs 2007 lauk umfangsmikilli endurhönnun og stækkun þar sem nýr veitingastaður, Lava, var tekinn í notkun auk Betri stofu þar sem boðið er upp á einkaklefa. Blue Lagoon spa meðferðir og nudd sem fram fer í lóninu sjálfu, en allt þetta lýtur að því að auka enn á upplifun gesta.