Báðir ökumenn töldu sig í rétti
Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum á undanfarna daga. Tveir bílar skullu saman við gatnamót Vatnsleysustrandarvegar og Stóru – Vatnsleysuvegar. Engin umferðarmerki eru við umrædd gatnamót og töldu báðir bílstjórarnir sig vera í rétti. Bílarnir skemmdust mikið og var dráttarbíll fenginn á vettvang til fjarlægja þá. Ökumennirnir, sem voru einir í bílunum, hlutu ekki alvarleg meiðsl.
Þá hafnaði bíll á varnarvír á milli akreina eftir að ökumaður hafði misst stjórn á honum á hringtorgi hjá Fitjum. Önnur umferðaróhöpp voru minni háttar og engin slys urðu á fólki.