Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bað bæjarstjórann um hjólabrettapall í Innri-Njarðvíkurhverfi
Þriðjudagur 29. desember 2020 kl. 07:23

Bað bæjarstjórann um hjólabrettapall í Innri-Njarðvíkurhverfi

Erindi Gests Páls Auðunssonar, nemanda í 3. bekk í Akurskóla, um að kannað verði hvort möguleiki sé á að búa til hjólabrettapall í Innri-Njarðvíkurhverfi, var tekið fyrir á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar fyrir jól.

Erindið er stílað á Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem óskaði eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs. Ráðið þakkar Gesti Páli fyrir erindið og leggur til að það verði skoðað í væntanlegum starfshópi um skólalóðir í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Krakkarnir í Innri-Njarðvík hafa getað nýtt örfáa daga þegar snjór hefur haldist á jörðu til að renna sér niður „fjallið“ Kamb. VF-myndir/pket.