Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

B-2 þoturnar komnar til æfinga - 200 liðsmenn flughers taka þátt
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. ágúst 2021 kl. 22:40

B-2 þoturnar komnar til æfinga - 200 liðsmenn flughers taka þátt

Þrjár flugvélar bandaríska flughersins af gerðinni Northrop B-2 Spirit sem komu hingað til lands í kvöld munu hafa tímabundið aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli næstu daga vegna æfinga. Vélarnar koma hingað til lands frá Bandaríkjunum og alls taka 200 liðsmenn flughersins þátt í verkefninu. Þetta kemur fram í frétt frá Landhelgisgæslunni.

Með æfingunum gefst bandarísku flugsveitinni tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið hér á landi og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Samskonar æfingar fara fram reglulega í Evrópu, síðast hér við land í mars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og með annan erlendan liðsafla sem hér á landi dvelur tímabundið þá er í gildi viðbúnaður vegna sóttvarna meðan á dvöl bandarísku flugsveitarinnar stendur og er framkvæmdin unnin í samvinnu við embætti landlæknis og aðra er að sóttvörnum koma hér á landi.

Northrop B-2 Spirit vélarnar lentu í Keflavík í svarta þoku rétt fyrir klukkan níu í kvöld. VF-myndir/pket.