Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Austlægar áttir næstu daga
Föstudagur 5. febrúar 2010 kl. 08:13

Austlægar áttir næstu daga


Veðurspá fyrir Faxaflóasvðið næsta sólarhringinn: Austan 3-10 m/s og léttir til, hvassast sunnantil. Hiti kringum frostmark við ströndina en allt að 10 stiga frost í uppsveitum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 5-10 m/s og léttskýjað. Hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Austlæg átt, 10-15 m/s við S-ströndina, en annars hægari. Skýjað sunnan- og austanlands og dálítil él við ströndina, en annar víða bjartviðri. Lægir og léttir smám saman til um landið austanvert og einnig sunnanlands eftir helgi. Frostlaust með suðurströndinni og allvíða á annesjum, en annars 1 til 12 stiga frost, kaldast inn til landsins.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með lítilsháttar slyddu eða rigningu sunnan- og vestanlands og heldur hlýnandi, en áfram kalt og bjart á Norður- og Austurlandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024