Austlægar áttir með vætu
Veðurspá gerir ráð fyrir austan og norðaustanáttum næstu daga með vætu. Spáð er austlægri átt, 3-8 m/s og rigningu eða slyddu með köflum við Faxaflóann í dag, en úrkomuminna í kvöld. Heldur hvassari á morgun, skýjað með köflum og þurrt. Hiti 2 til 8 sig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austlæg átt, 3-8 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið í kvöld. Skýjað með köflum á morgun. Heldur hvassari austanátt og fer að rigna síðdegis. Hiti 3 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Austan 3-8 m/s og víða bjartviðri, en hvassara, skýjað og lítilsháttar úrkoma við suðurströndina. Bætir í vind og úrkomu S-lands um kvöldið. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast V-lands.
Á miðvikudag:
Austan- og norðaustanátt, 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Þurrt NV-lands, annars rigning, en slydda eða snjókoma á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á SV-landi, en hiti um frostmark NA-lands.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og él um norðanvert landið, en annars stöku skúrir. Hiti 0 til 7 stig.
Á föstudag og laugardag:
Breytileg átt og dálítil væta um sunnanvert landið, en annars þurrt. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu og hlýnandi veðri.