Austlægar áttir í dag
Klukkan 6 var austlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s, en 10-15 allra syðst. Sums staðar þokubakkar við austur- og norðurströndina, en annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti var 7 til 13 stig, hlýjast í Ásbyrgi.
Austlæg átt, víða 8-15 m/s sunnantil þegar kemur fram á daginn og rigning eða súld, einkum eftir hádegi. Hægari norðantil og bjart veður að mestu. Austan og norðaustan 3-8 á morgun, skýjað að mestu og rigning eða súld sunnan- og austanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðantil í dag, en vestantil á morgun.
Austlæg átt, víða 8-15 m/s sunnantil þegar kemur fram á daginn og rigning eða súld, einkum eftir hádegi. Hægari norðantil og bjart veður að mestu. Austan og norðaustan 3-8 á morgun, skýjað að mestu og rigning eða súld sunnan- og austanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðantil í dag, en vestantil á morgun.