Austlægar áttir í dag
Samkvæmt spá veðurstofunnar er gert ráð fyrir austan og suðaustanátt, 10-15 m/s við suðurströndina, en annars hægari. Rigning sunnantil þegar kemur fram á morguninn, en þykknar upp norðantil. Austan og suðaustan 8-13 og rigning með köflum síðdegis og á morgun, en hægari og úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 11 til 18 stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðanlands.