Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Austlæg átt með skúraveðri
Miðvikudagur 29. nóvember 2006 kl. 08:13

Austlæg átt með skúraveðri

Á Keflavíkurflugvelli voru SA 8 og 6.6 stiga hiti klukkan 6 í morgun.
Klukkan 6  var hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum, en annars hægari austlæg átt. Rigning eða skúrir, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti 1 til 8 stig, svalast í Svartárkoti.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austlæg átt, 5-13 m/s og skúrir, en léttir heldur til og þurrt að kalla eftir hádegi. Norðaustan 10-15 á morgun. Hiti 2 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi á Vestfjörðum. Spá: Norðaustan 15-23 m/s á Vestfjörðum, en annars mun hægari austlæg átt. Slydda eða rigning með köflum víða um land, en skúrir suðvestantil. Lægir heldur og léttir til sunnan- og austanlands með morgninum. Hvessir á morgun, norðaustan 13-20, hvassast á Vestfjörðum og á Suðausturlandi. Talsverð rigning suðaustan- og austanlands, slydduél um landið norðanvert, en þurrt að kalla suðvestantil. Hiti 0 til 8 stig, svalast á Vestfjörðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024