Austlæg átt á landinu í dag
Veðurstofan spáir austlægri átt víða 5-10 m/s á landinu með morgninum. Skýjað verður og stöku skúrir en dálítil súld eða þokuloft austantil og á annesjum norðanlands. Í dag verður síðan allt að 18 m/s við suðurströndina og rigning eða súld með köflum. Hiti verður 6 til 16 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.