Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Austanátt og skúrir
Föstudagur 30. júní 2006 kl. 09:21

Austanátt og skúrir

Á Keflavíkurflugvelli voru ANA 8 og rigning klukkan 9 og hiti rétt um 10 stig.
Á Garðskagavita voru NA 11 og hiti 10 stig

Klukkan 6 í morgun var austlæg átt á landinu 10-15 m/s og rigning allra syðst, en annars mun hægari og skýjað með köflum. Hiti var 6 til 12 stig, hlýjast úti við norðausturströndina.

Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun: Vaxandi austlæg átt, 8-15 m/s og fer að rigna, fyrst sunnan til. Norðvestan og vestan 5-10 og dálítil rigning norðanlands á morgun, en annars skúrir. Hiti 10 til 17 stig í dag hlýjast norðaustan til, en kólnar heldur norðvestanlands á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan 8-13 m/s og stöku skúrir, en norðlægari og dálítil rigning síðdegis. Norðvestan 5-8 og skýjað með köflum á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024