Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Austanátt með vætu
Fimmtudagur 2. apríl 2009 kl. 08:16

Austanátt með vætu


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Gengur í austan 10-18 m/s, lægir heldur í kvöld. Rigning með köflum og hiti 2 til 8 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir naxandi austanátt, 8-15 m/s og rigningu nálægt hádegi. Hægari og úrkomulítið í kvöld, en rigning með köflum í nótt og á morgun. Hiti 5 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á föstudag:
Austan 8-13 m/s, en norðaustan 13-18 norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 8 stig, mildast S- og V-lands.

Á laugardag:
Sunnan 8-15 og skúrir eða slydduél, en hægari og bjartviðri á norðaustanverðu landinu. Kólnar dálítið.

Á sunnudag:

Austanátt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með éljum, en úrkomulítið sunnantil. Fremur kalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024