Austanátt með rigningu í dag
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir austanátt, 8-13 m/s og dálítilli rigningu öðru hverju. Heldur hægari norðanátt um hádegi. Hiti 0 til 5 stig. Hæg breytileg átt á morgun, skýjað með köflum og hiti um frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma eða slydda á Vestfjörðum. Annars staðar suðlæg átt, víða 5-13 m/s og slydda, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti kringum frostmark, en frost til landsins.
Á laugardag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og snjókoma með köflum, en bjartviðri norðaustanlands. Gengur í vaxandi norðanátt með snjókomu suðaustanlands um kvöldið. Frost 0 til 6 stig.
Á sunnudag:
Norðan strekkingur með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið suðvestanlands. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið austanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt og él eða dálítil snjókoma, en úrkomulítið austanlands. Fremur kalt í veðri.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með ofankomu, einkum sunnanlands. Áfram kalt.
VFmynd/elg - Við Vatnsnesvita í gær. Horft í átt til Hólmbergsvita.