Austanátt með rigningu
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Austan 10-18 m/s. Dálítil súld af og til, en fer að rigna upp úr hádegi. Gengur í sunnan og suðvestan 8-15 með skúrum seint í kvöld, en hægari á morgun og stöku skúrir. Hiti 8 til 13 stig, en 5 til 8 stig á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austan 10-15 m/s. Dálítil súld af og til, en fer að rigna upp úr hádegi. Gengur í sunnan og suðvestan 8-13 með skúrum seint í kvöld, en hægari á morgun og stöku skúrir. Hiti 8 til 13 stig, en 5 til 8 stig á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum, en léttir til NA-lands. Lægir smám saman og birtir til þegar kemur fram á daginn. Kólnar, hiti 3 til 7 stig síðdegis og líkur á næturfrosti fyrir norðan.
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skúrir eða él á stöku stað, en víða bjart inn til landsins. Hiti 0 til 7 stig, en næturfrost víða um land.
Á mánudag:
Gengur í stífa suðaustanátt með rigningu, en hægari og bjart NA-lands. Hiti 3 til 7 stig, en nálægt frostmarki NA-lands.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt með rigningu eða slyddu, en þurrt að mestu V-lands. Hiti 2 til 7 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-lands og kólnar talsvert.