Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Austanátt með dálítilli rigningu
Þriðjudagur 27. október 2009 kl. 08:25

Austanátt með dálítilli rigningu


Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið: Austan 8-13 m/s, skýjað og dálítil rigning á morgun. Hiti 3 til 10 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Austan 5-13 m/s og skýjað með köflum, en dálítil rigning á morgun. Hiti 3 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Austan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s, en 13-18 við suðausturströndina fram eftir degi. Dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 10 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:
Suðaustan 8-15 m/s og súld eða rigning, en heldur hægari vindur og þurrt að mestu á N- og NA-landi. Hiti 7 til 13 stig.

Á föstudag og laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt, vætusamt og milt.

Á sunnudag og mánudag:

Vestlæg átt, skúrir eða él og kólnar í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024