Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Austan stormur eða rok og snjókoma í dag
Mánudagur 30. janúar 2023 kl. 10:33

Austan stormur eða rok og snjókoma í dag

Gert er ráð fyrir austan stormi eða roki, 18-25 m/s, við Faxaflóa í dag. Í Grindavík gæti veðrið orðið hvað hvassast um kl. 16 í dag en þá er gert ráð fyrir 24-26 m/s þar af suðaustri. Einnig má búast við snjókomu með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður og hætt við foktjóni.

Lýst hefur verið yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs í samráði við lögreglustjóra í eftirtöldum umdæmum: Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og Suðurlandi. Appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar verða í gildi í fyrrgreindum umdæmum með mismunandi gildistíma eða frá 14:00 á morgun mánudag 30. janúar til þriðjudags 31. janúar kl. 8:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekkert ferðaveður verður á Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Suðurlandi í dag, mánudag, og fram til þriðjudagsmorguns. Miklar líkur eru að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum á www.umferdin.is og veðrinu á vef Veðurstofunnar www.vedur.is.