Austan gola og skúrir
Austlæg átt 3-8 m/s og skúrir, en hægari og úrkomulítið í kvöld við Faxaflóa. Suðaustan 5-13 og rigning á morgun, hvassast S-til. Hiti 7 til 12 stig yfir daginn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austlæg átt 5-10 m/s. Víða skúrir, síst vestanlands, en rigning austantil. Hiti 6 til 11 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustan 5-10 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Annars hægari vindur, bjartviðri sunnanlands, en annars stöku skúrir. Kólnar lítið eitt.
Á föstudag:
Austlæg átt 5-10 m/s. Rigning með köflum norðan- og austantil, en skýjað með köflum sunnan- og suðvestanlands. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast sunnanlands.
Á laugardag:
Gengur í stífa austan átt með rigningu, fyrst sunnantil. Hiti 6 til 12 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir breytilega átt. Rigning með köflum eða skúrir og kólnar lítið eitt.