Austan 5-10 m/s og bjartviðri
Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Austlæg átt, víða 3-8 m/s og él við suðurströndina og sums staðar þokuloft norðaustantil. Gengur í norðaustan 5-10 eftir hádegi með snjókomu og síðar slyddu austantil. Norðlæg átt, 5-10 í nótt og á morgun, slydda eða snjókoma um landið norðanvert, en þurrt að kalla syðra. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.
Faxaflói
Austan 5-10 m/s og bjartviðri, en stöku él sunnantil í fyrstu. Norðlæg átt, 3-10 og léttir til síðdegis, hvassast á annesjum. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austlæg átt, 3-8 m/s og þurrt aða kalla, en hæg norðlæg átt og bjart síðdegis. Norðlæg átt, 3-8 í kvöld. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma norðan- og austanlands, en bjartviðri að mestu sunnanlands. Frost 0 til 5 stig, en hiti um frostmark við ströndina.
Á laugardag og sunnudag (pálmasunnudagur):
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Frostlaust næst sjónum yfir daginn en annars frost 0 til 8 stig.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með vætu og hlýnandi veðri, fyrst vestanlands.