Austan 19 m/s í Grinavík og á Garðskaga
Í morgun kl. 05 voru austan 19 metrar á sekúndu á sjálfvirkum veðurmælum í Grindavík og á Garðskaga. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á öllu landinu. Austan 23-28 m/s sunnan- og suðvestanlands og slydda og síðar rigning. Vaxandi vindur annars staðar, A 20-25 m/s með morgninum og rigning, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Mun hægari suðaustanátt og rigning eða súld um landið sunnanvert upp úr hádegi. Lægir og dregur úr úrkomu um landið norðanvert í kvöld, en snýst í suðvestan 18-25 m/s í nótt með slyddu eða snjókomu, hvassast suðvestantil.Hiti 0 til 7 stig, hlýjast síðdegis, en kólnar aftur með kvöldinu.
Gert 10.02.2003 kl. 04:50.
Gert 10.02.2003 kl. 04:50.