Mánudagur 9. febrúar 2004 kl. 14:56
Aumur eftir árekstur við ljósastaur
Á sunnudagskvöld var tilkynnt að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Sandgerðisvegi á móts við knattspyrnuvöllinn í Garðinum. Lögregla fór á staðinn. Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið. Ökumaður kenndi til eymsla og ætlaði hann að leita sjálfur til læknis. Litlar skemmdir voru á staurnum.