Aukning í barnaverndartilkynningum
Í apríl 2020 bárust 67 tilkynningar vegna 52 barna til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar og fjöldi nýrra mála í könnun voru 20 mál en á sama tíma árið 2019 voru tilkynningarnar 44 vegna 30 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 10.
Í apríl 2020 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu, öðrum, foreldrum og ættingjum.
Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum er varðar vanrækslu umsjón og eftirlit, áfengis og/eða fíkniefnaneysla foreldra, frá janúar til apríl bárust 58 tilkynningar en á sama tíma árið 2019 voru þær 46.
Á árinu 2020 hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum um heimilisofbeldi, frá janúar til apríl bárust 23 tilkynningar en á sama tíma 2019 voru þær 14.