Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 21. júní 2000 kl. 12:58

Aukning hjá Flugleiðum-Frakt

Í maí fluttu Flugleiðir-Frakt, dótturfélag Flugleiða, liðlega 2.900 tonn af frakt, sem er rúmlega 70% meira en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu fimm mánuði ársins jukust fraktflutningar um 57% og urðu tæplega 14 þúsund tonn. Innflutningur með fraktflugi jókst mest í maí eða um 55% en útflutningur jókst um 31%. Fyrstu fimm mánuði ársins hefur innflutningur aukist um tæp 40% en útflutningur um 21,6%.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024