Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aukning farþega mest í Leifsstöð af Norðurlandaflugvöllum
Þriðjudagur 23. ágúst 2011 kl. 08:41

Aukning farþega mest í Leifsstöð af Norðurlandaflugvöllum

Á fyrri helmingi ársins fjölgaði farþegum um nærri fjórðung á Leifsstöð. Það er meiri viðbót en stóru flugvellir frændþjóðanna geta stært sig af.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þetta kemur fram á vefsíðunni túristi.is, sem Vísir vitnar til. Þar segir að hlutfallslega fjölgaði farþegunum mest á Leifsstöð miðað við hin Norðurlöndin.


Það fóru nærri hundrað og sjötíu þúsund fleiri farþegar um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Vöxturinn er 24% sem er töluvert meira en stóru flugvellirnir á Norðurlöndunum upplifðu á fyrri helmingi ársins.


Þó fjölgaði farþegum á þeim öllum umtalsvert frá sama tíma í fyrra samkvæmt  tölum frá Isavia og Standby.dk. Þannig varð 18% aukning farþega um Vantaa flugvöllinn í Helsinki, 17% um Arlanda í Stokkhólmi, 14% um Gardemoen í Osló og 9% um Kastrup í Kaupmannahöfn.