Aukning aflaverðmæta
Verðmæti sjávarafla í Suðurnesjahöfnum jókst um 31,6% milli ára á tímabilinu janúar – júlí. Aflaverðmætin námu ríflega 10,3 milljörðum í ár en voru rúmlega 7,8 milljarðar árið áður.
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 51,9 milljarði króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2007 samanborið við 46,4 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur 5,5 milljörðum króna eða 11,8% milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.
Frá fiskvinnslu á Suðurnesjum