Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Auknar tekjur sundlauga Reykjanesbæjar
Föstudagur 3. febrúar 2006 kl. 14:06

Auknar tekjur sundlauga Reykjanesbæjar

Alls komu 1424 börn í sundlaugar Reykjanesbæjar í janúarmánuði 2006 en voru 589 í janúar í fyrra.

Fjölgun milli ára er því 141% og eru þá ekki taldir með gestir vegna sundmóta, sundæfinga og skólasunds. Þessa fjölgun má rekja til þess að börn á grunnskólaaldri fá nú frítt í sund, en þrátt fyrir það hafa tekjur almenningslauganna  aukist á milli ára um 33%  eða alls kr. 153.320.-

Þetta þýðir töluverða aukningu fullorðinna gesta.

Á heimasíðu Reykjanesbæjar segir Jón Jóhannsson, forstöðumaður sundmiðstöðvarinnar, það ánægjulegt að sjá þann fjölda barna sem nú kemur í sundmiðstöðina þótt það sé ekki eins rúmt í lauginni fyrir fullorðna gesti. Hann segir hugsanlega skýringu á tekjuaukningunni vera þá að börnin sem fá frítt í sund séu að taka eldri systkin og foreldra með í laugina.

Gestafjöldi í sundlaugar Reykjanesbæjar jókst á milli áranna 2004 og 2005 um 3,34%  en þá sóttu samtals 155.914 gestir laugarnar.

Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024