Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Auknar skatttekjur og mikil hækkun á rekstrarkostnaði
Föstudagur 17. maí 2024 kl. 06:04

Auknar skatttekjur og mikil hækkun á rekstrarkostnaði

Bókanir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna ársreiknings 2023

Í bókun minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á síðasta fundi hennar segir að ársreikningur Reykjanesbæjar líti í heild nokkuð vel út, með jákvæða rekstrarniðurstöðu.

„Tekjur eru 3,6 milljörðum hærri en á síðasta ári, og munar þar mest um auknar skatttekjur og framlög vegna flóttamanna.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Þegar skoðuð er fjárhagsáætlun og bókun meirihlutans vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 kemur fram að gert var ráð fyrir að tekinn yrði í notkun leikskóli í Dalshverfi III (Drekadalur) og íþróttahús og sundlaug við Stapaskóla. Hvorugt verkefnið gekk eftir og því hefur ekki orðið rekstrarkostnaður vegna þessara stofnana. Þrátt fyrir það vekur athygli að rekstrarkostnaður í ársreikningi er þremur milljörðum hærri  en áætlun gerði ráð fyrir og eykst um 2,6 milljarða á milli ára.

Handbært fé lækkar mikið á milli ára og með þessu áframhaldi getur bæjarsjóður lent í vandræðum með að standa við skuldbindingar nema að til komi lánveitingar eins og þegar hefur verið samþykkt í bæjarráði.

Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson, Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki, Margrét Þórarinsdóttir Umbót.