Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auknar skatttekjur og mikil hækkun á rekstrarkostnaði
Föstudagur 17. maí 2024 kl. 06:04

Auknar skatttekjur og mikil hækkun á rekstrarkostnaði

Bókanir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna ársreiknings 2023

Í bókun minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á síðasta fundi hennar segir að ársreikningur Reykjanesbæjar líti í heild nokkuð vel út, með jákvæða rekstrarniðurstöðu.

„Tekjur eru 3,6 milljörðum hærri en á síðasta ári, og munar þar mest um auknar skatttekjur og framlög vegna flóttamanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar skoðuð er fjárhagsáætlun og bókun meirihlutans vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 kemur fram að gert var ráð fyrir að tekinn yrði í notkun leikskóli í Dalshverfi III (Drekadalur) og íþróttahús og sundlaug við Stapaskóla. Hvorugt verkefnið gekk eftir og því hefur ekki orðið rekstrarkostnaður vegna þessara stofnana. Þrátt fyrir það vekur athygli að rekstrarkostnaður í ársreikningi er þremur milljörðum hærri  en áætlun gerði ráð fyrir og eykst um 2,6 milljarða á milli ára.

Handbært fé lækkar mikið á milli ára og með þessu áframhaldi getur bæjarsjóður lent í vandræðum með að standa við skuldbindingar nema að til komi lánveitingar eins og þegar hefur verið samþykkt í bæjarráði.

Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson, Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki, Margrét Þórarinsdóttir Umbót.