Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Auknar líkur á eldgosi og lögreglustjóri ráðleggur fólki frá því að dvelja í Grindavík
Frá Grindavík. Ljósmynd: Golli
Laugardagur 30. desember 2023 kl. 14:15

Auknar líkur á eldgosi og lögreglustjóri ráðleggur fólki frá því að dvelja í Grindavík

Landris heldur áfram við Svartsengi. Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur. Veðurstofa Íslands gaf út nýtt hættumatskort í gær sem gildir til 5. janúar að öllu óbreyttu.  Samkvæmt núgildandi hættumatskorti Veðurstofu Íslands er í Grindavík töluverð hætta á jarðskjálftum, sprungum, sprunguhreyfingum, hraunflæði og gosmengun.

Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara og dvelja heima hjá sér þar til breytingar á hættumatskorti gefa tilefnis til annars, sem gæti gerst með skömmum fyrirvara.  Þó ráðleggur lögreglustjóri íbúum frá því að dvelja í bænum við núverandi aðstæður, segir í tilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sérstaklega er ítrekað að;

Eldgos getur hafist í nágrenni Grindavíkur með stuttum fyrirvara. 

Erfitt getur reynst að tryggja öryggi þeirra sem dvelja eða gista inni á hættusvæði.  Þeir sem fara inn á merkt hættusvæði gera það á eigin ábyrgð.

Björgunarsveitir sinna útköllum með venjubundnum hætti.  Kallið eftir aðstoð með því að hringja í 112.

Hefjist gos í eða við Grindavík verða send út sms skilaboð á gsm síma inn á svæðinu með þessum texta:  RÝMING RÝMING!  Yfirgefið svæðið hratt og örugglega, hringið í 112 ef ykkur vantar aðstoð.  RÝMING RÝMING …….  EVACUATE! Leave the area quickly and safely, call 112 if you need help.

Lögregla sinnir eftirliti í og við Grindavík eins og verið hefur allan sólarhringinn.

Liðsmenn björgunarsveitarinnar í Grindavík eru dreifðir um landið og ekki til staðar í bænum.

Mögulegar flóttaleiðir: Nesvegur, Suðurstrandarvegur, Grindavíkurvegur.