Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Auknar líkur á eldgosi næstu daga
Mánudagur 26. febrúar 2024 kl. 18:12

Auknar líkur á eldgosi næstu daga

  • Kvikumagn undir Svartsengi nálgast sömu mörk og í aðdraganda fyrri gosa

  • Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur

  • Aukið hættustig í uppfærðu hættumati vegna yfirvofandi eldgoss

  • Líklegast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells

  • Í hættumati er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á áhættuna sem felst í því að vera innan hættusvæða

  • Mögulegt að kvikuhlaup fari af stað án þess að til eldgoss komi

Líkanreikningar sýna að um 7.6 milljónir rúmmetra af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum. Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hætti nást neðri mörk á morgun.

Graph_mogi_20240226_is--002-

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Skjálftavirkni hefur aukist örlítið um helgina og hefur mesta virknin verið rétt austan við Sýlingarfell. Staðsetning skjálftavirkninnar er á þeim slóðum þar sem talið er að austur endi kvikuinnskotsins undir Svartsengi liggi. Þetta er sambærilegt þeirri skjálftavirkni sem sést hefur dagana fyrir eldgos.

Kort-26022024

Myndin sýnir yfirfarna skjálfta frá föstudeginum 23. febrúar til dagsins í dag. Rauð lína sýnir gossprungu frá 8. febrúar og dökkrauðar línur sýnar gossprungur frá Janúar 2024 og Desember 2023.

Uppfært hættumat

Í ljósi þessa hefur Veðurstofan uppfært hættumat fyrir umbrotasvæðin. Auknar líkur á eldgosi og þar með eldgosavá því tengdu hefur áhrif á hættumatið. Hættustig hefur verið aukið á nokkrum svæðum. Svæði 3 – Sundhnjúkagígaröð hefur verið fært upp í mikil hætta (rautt) vegna gosopnunar án fyrirvara. Svæði 1 - Svartsengi hefur hækkað í töluvert (appelsínugult) vegna mögulegs hraunflæðis. Svæði 4 - Grindavík er áfram appelsínugult en hins vegar er aukin hætta innan þess svæðis vegna mögulegs hraunflæðis.

Haettumat26022024

Hættumatið gildir til 29. febrúar að öllu óbreyttu. (Smellið á kortið til að stækka)

Engar verulegar landbreytingar sjást innan Grindavíkur á GPS eða gervihnattagögnum.  En líklegt er að nýjar sprungur komi í ljós á yfirborði þegar snjór bráðnar eða þegar jarðvegur hreyfist vegna úrkomu og fellur ofan í sprungur sem þegar hafa myndast.

Líklegar sviðsmyndir 

Það er áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur, er líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp  til yfirborðs, koma  fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft er til fyrri eldgosa á svæðinu gæti eldgos hafist með litlum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp.

Á íbúafundi með Grindvíkum sem haldinn var í dag kynnti Veðurstofan hraunflæðilíkön í tengslum við líklegar sviðsmyndir sem birtar voru fyrir helgi. Líkönin gera ráð fyrir stöðugu hraunflæði upp á 600m3/s og sýnir dreifingu hraunbreiðunnar eftir 6 klukkustundir.

Líkönin sem kynnt voru sýna áætlað hraunflæði út frá mismunandi staðsetningum á gosopnun á Sundhnúksgígaröðinni. Í þessum sviðsmyndum er gert er ráð fyrir 800 m langri gossprungu. Sprungur eru merktar með svörtu striki. Hér fyrir neðan eru aðeins nokkur dæmi, en hegðun hraunbreiðunnar getur verið mjög ólík og ræðst af því hvar nákvæmlega sprunga opnast í landslaginu. Lítil tilfærsla á gossprungum getur breitt hraunflæði mikið.

Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 

  • Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. 
  • Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. 
  • Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Í seinna hraunflæðilíkaninu hér að neðan næði hraun að varnargörðum við Grindavík á um 1 klst.

Fissure1_6hrs

Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024

  • Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. 
  • Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. 
  • Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík.

Fissure7_6hrs

Eldgos innan varnargarða við Grindavík 

  • Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. 
  • Líklegur fyrirvari um 1 – 5  klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. 
  • Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. 
  • Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík.

Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa tekið saman efni sem lýsir eðli umbrotanna sem hafa átt sér stað á Reykjanesskaganum síðan 2019. Sjá hér .