Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu fyrir kvöldið í Grindavík
Lögreglan á Suðurnesjum er með aukinn viðbúnað í kvöld í Grindavík. Nokkur undanfarin ár hafa ungmenni í bænum safnast saman og kveikt elda í bænum. Aukavakt hefur verið kölluð til hjá lögreglunni, sem ætlar að vera við öllu búin. Eitt árið voru kveiktir eldar bæði í Sólarvéi inni í bænum og síðan var eldur borinn að áramótabrennu Grindavíkur. Þá voru slökkviliðsmenn hindraðir við slökkvistörf.
Í fyrra var kveikt í vörubrettum í Sólarvéi. Lögregla leyfði þeim eldi að brenna og engin önnur teljandi vandræði urðu.
Myndir: Frá uppákomu við Sólarvé í Grindavík að kvöldi jóladags í fyrra. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi