Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aukinn viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 15:33

Aukinn viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli

Sérsveit ríkislögreglustjóra með viðveru í FLE

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefa ákveðið að efla viðbúnað og viðveru vopnaðra lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli eftir hryðjuverkin í Brussel í morgun. Sérsveit ríkislögreglustjóra mun þar veita lögregluliðinu á flugvellinum aðstoð sína. Þetta kemur fram í skriflegu svari Haraldar Johannesen ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn fréttastofu Rúv.

Þar kemur fram að vástigsnefnd ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð saman eftir árásirnar í Belgíu í morgun. Niðurstaða hennar var sú að ekki væri þörf á að hækka vástig hér á landi vegna flugverndar en þó eigi efla viðbúnað og viðveru vopnaðra lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli. Sérsveit ríkislögreglustjóra mun veita lögregluliðinu þar aðstoð. Ekki hefur hins vegar þótt ástæða til að efla öryggisviðbúnað vegna æðstu stjórnar frá því sem venja er vegna árásanna í Brussel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024