Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aukinn þorskafli í febrúar
Föstudagur 13. mars 2009 kl. 11:40

Aukinn þorskafli í febrúar


Þorskafli Suðurnesjabáta jókst milli ára í febrúar um 624 tonn, fór úr 2,915 tonum í 3,539 tonn. Nokkur samdráttur varð hins vegar í ýsu og ufsa og dróst bolfiskaflinn því saman milli ára úr 5,809 tonnum í 5,356 tonn. Mun meira af þorski barst á land í Grindavík nú í febrúar í samanburði við sama mánuð fyrir ári en þorskaflinn fór úr 1,583 tonnum í 2,077 tonn.

Athygli vekur að heildarafli í Suðurnesjum jókst stórlega á milli ára í febrúar eða úr 6,825 tonnum í 13,867 tonn. Skýrist það af 6,629 tonnum af gulldeplu sem landað var í Helguvík.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands yfir fiskafla í febrúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024