Aukinn hiti í borholu á Ströndinni eftir skjálfta
Tíðir jarðskjálftar á undanförnum vikum og mánuðum hafa örvað borholu við Auðnar á Vatnsleysuströnd. Jakob Árnason lét bora 760 metra djúpa holu á landareign sinni við Auðnar á Vatnsleysuströnd í nóvember 2009.
Afkomendur Jakobs, sem lést í ágúst 2020, sjá nú um borholuna eftir jarðskjálftahrinuna í tengslum við Fagradalsfjallselda og hefur hitastig á vatninu úr borholunni hækkað. Það var um 58°C en er komið upp í 60°C.
Í frétt Víkurfrétta frá því í nóvember 2009 kemur fram að holan gefi um 20 sekúndulítra af heitu vatni sem dugi til að hita upp 400 til 500 heimili. Á 20 metra dýpi var komið niður á kalt vatn sem myndi duga til að sinna kaldavatnsþörf Grindavíkur.