Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aukin vetrarþjónusta á vegum frá Grindavík
Þriðjudagur 28. janúar 2020 kl. 13:17

Aukin vetrarþjónusta á vegum frá Grindavík

Tryggt að vegir séu færir alla daga

Vegagerðin mun auka eftirlit með ástandi vega í nágrenni fjallsins Þorbjörns vegna óvissustigs almannavarna vegna mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið á Reykjanesskaganum. Fylgst verður betur með og gripið til snjómoksturs ef þess þarf.

Vaktstöð Vegagerðarinnar í Reykjavík hefur fengið fyrirmæli um að vera til taks til að sinna þeirri þjónustu sem almannavarnir óska eftir, en sólahringsvakt er í vaktstöðinni. Eftirlit verður aukið með ástandinu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og séð verður til þess að þeir verði færir alla daga og án flughálku. Krýsuvíkurvegur var einnig inni í myndinni fyrst í stað en sú leið verður að teljast víkjandi. Aðaláherslan verður á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðurstrandarvegur hefur verið í 5 daga þjónustu og Nesvegur í 3 daga þjónustu, þessir vegir fara þá í 7 daga þjónustu frá og með í dag.