Aukin umferð um Keflavíkurflugvöll á fyrsta ársfjórðungi
Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll jókst um 10% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Flugvélum í almennu flugi fjölgaði um 15% en viðkoma herflugvéla hefur minnkað lítillega þegar frá eru taldar herflugvélar í millilandaflugi tengdu varnarliðinu á síðasta ári. Farþegafjöldi jókst á sama tíma um tæp 11% eða úr 121 í 135 þúsund og vöruflutningar um 1,4%.
Frá þessu er greint á vef Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar í dag.
Frá þessu er greint á vef Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar í dag.