Aukin skjálftavirkni á Reykjanesi
Aukin jarðskjálftavirkni á Reykjanesi vekur nú athygli. Minna fer fyrir nafni Grindavíkur í jarðskjálftalista Veðurstofunnar en síðustu vikur og síðustu sólarhringa eru það skjálftar, flestir NNA af Reykjanestá, sem fylla listann.
Á síðustu tveimur sólarhringum hefur orðið 141 skjálfti á Reykjanesskaga, flestir þeirra NNA af Reykjanestá. Fjórir þessara skjálfta hafa verið stærri en M2. Þrír þeirra á Reykjanesi og sá fjórði við Grindavík.
Þannig varð skjálfti í morgun kl. 10:37 sem mældist M2,8 en hann varð 4,1 km. NNA af Reykjanestá. Annar varð í gærkvöldi upp á M2,5 og á laugardagskvöld upp á M2,8.