Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aukin öryggisgæsla kostar mikið
Mánudagur 18. janúar 2010 kl. 08:49

Aukin öryggisgæsla kostar mikið

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar segir að það muni kosta flugvöllinn á annað hundrað milljónir króna í ár að halda úti þeirri auka öryggisgæslu sem nú er krafist vegna flugfarþega til Ameríku. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Á jóladag reyndi Nígeríumaður að sprengja farþegaflugvél skömmu fyrir lendingu í Detroit. Öryggiseftirlit á flugvöllum var aukið í kjölfarið - meðal annars á Keflavíkurflugvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Friðþór segir óvíst hversu lengi þessarar auknu öryggisgæslu verði krafist. Kostnaður muni hinsvegar aukast mikið þegar flugferðum til Ameríku fjölgar: „Jú, jú - hann eykst og jafnvel margfaldast, því aukningin verður ofan í alla venjulega aukningu - til dæmis þá er stór hluti þessara farþega að koma frá Evrópu og halda áfram til Bandaríkjanna. Og það eru farþegar sem þarf að afgreiða áfram á örskotsstund því að vélar hafa niður í 45 mínútur til afgreiðslu,“ sagði Friðþór við RÚV.