Aukin löggæsla á Suðurnesjum í kjölfar breytinga
Þó nokkrar breytingar á löggæslumálum á Suðurnesjum tóku gildi í dag, en þá voru lögregluembættin á Keflavíkurflugvelli og í Keflavík sameinuð undir eitt embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum, en því gegnir Jóhann R. Benediktsson, fyrrum sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Aukinheldur voru tengslin á milli lögreglu og sýslumannsins í Keflavík, sem nú nefnist Sýslumaðurinn á Reykjanesi, rofin en Guðgeir Eyjólfsson, fyrrum sýslumaður á Siglufirði, tók við því starfi frá og með deginum í dag.
Með þessum breytingum færast löggæsluskyldur undan sýslumannsembættinu sem mun héðan af sinna hefðbundnari sýslumannsverkefnum.
Undir nýjan lögreglustjóra heyrir nú löggæsla á öllum Suðurnesjum, þar með talið á Keflavíkurflugvelli, og Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli. Í samtali við Víkurfréttir sagði lögreglustjóri að lögreglumönnum myndi fjölga á vettvangi á Suðurnesjum, undir embættinu væru nú um 94 lögreglumenn, 55 tollverðir og um 65 stöðugildi í öryggisdeild, samtals á milli 220 og 230 starfsmenn, sem gera embættið eitt hið stærsta á landinu. Til hliðsjónar má geta þess að 36 lögreglumenn voru við lögregluna í Keflavík áður en breytingin varð. Breytt starfsemi lögreglu og sýslumanns verður kynnt formlega á næstu vikum.
„Nú erum við með öflugt og alhliða lög- og tollgæsluembætti og vonandi verða íbúar á svæðinu varir við aukna löggæslu,“sagði Jóhann. „Við stefnum að því að auka grenndarlöggæslu og flýta málshraða í rannsókn og auka gæði og þjónustu við íbúa.“
Með þessum breytingum færast löggæsluskyldur undan sýslumannsembættinu sem mun héðan af sinna hefðbundnari sýslumannsverkefnum.
Undir nýjan lögreglustjóra heyrir nú löggæsla á öllum Suðurnesjum, þar með talið á Keflavíkurflugvelli, og Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli. Í samtali við Víkurfréttir sagði lögreglustjóri að lögreglumönnum myndi fjölga á vettvangi á Suðurnesjum, undir embættinu væru nú um 94 lögreglumenn, 55 tollverðir og um 65 stöðugildi í öryggisdeild, samtals á milli 220 og 230 starfsmenn, sem gera embættið eitt hið stærsta á landinu. Til hliðsjónar má geta þess að 36 lögreglumenn voru við lögregluna í Keflavík áður en breytingin varð. Breytt starfsemi lögreglu og sýslumanns verður kynnt formlega á næstu vikum.
„Nú erum við með öflugt og alhliða lög- og tollgæsluembætti og vonandi verða íbúar á svæðinu varir við aukna löggæslu,“sagði Jóhann. „Við stefnum að því að auka grenndarlöggæslu og flýta málshraða í rannsókn og auka gæði og þjónustu við íbúa.“