Aukin jarðskjálftavirkni SSV af Fagradalsfjalli
Aukin jarðskjálftavirkni var í nágrenni við Fagradalsfjall í dag. Tugir skjálfta hafa orðið SSV af Fagradalsfjalli. Sá stærsti varð kl. 06:45 í morgun. Hann var af stærðinni M2,4 á fimm kílómetra dýpi fjóra kílómetra SSV af Fagradalsfjalli.
Flestir voru skjálftarnir milli kl. 06 í morgun og fram til hádegis en dregið hefur úr skjálftum síðan þá.