Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aukin grenndarlöggæsla í Vogum
Mánudagur 18. maí 2009 kl. 13:57

Aukin grenndarlöggæsla í Vogum


Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að auka grenndarlöggæslu á Suðurnesjum. Sem lið í þeirri viðleitni hefur verið opnuð hverfisstöð í Vogum í samstarfi við Sveitarfélagið Voga. Lögreglumaður mun vera með fasta viðveru á stöðinni, alla virka daga frá kl. 13:30 til 15:30, að því er segir á vefsíðu sveitarfélagsins.

Hverfisstöðin er til húsa íþrótta- og félagsmiðstöðinni og verður því í nánum tengslum við íþrótta- og frístundastarf í Vogum.

„Markmiðið með hverfislöggæslunni er að mynda tengsl við íbúana og stofnanir sveitarfélagsins og byggja upp traust milli íbúa og lögreglu. Það er gert með því að tryggja upplýsingaflæði og taka fljótt á málum sem koma upp.  Einnig er nauðsynlegt að lögreglan sé sýnileg, taki strax á brotum, fylgist með umferðarhraða, hafi eftirlit með útivistarreglum og svo framvegis,“ segir á vef bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024