Aukið samstarf Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér að Suðurnesjabær veitir Sveitarfélaginu Vogum þjónustu við launavinnslu og mannauðsmál. Suðurnesjabær mun því annast launavinnslu fyrir Sveitarfélagið Voga, ásamt því að Sveitarfélagið Vogar hefur aðgang að mannauðsstjóra Suðurnesjabæjar um aðstoð og ráðgjöf. Samningurinn gildir í eitt ár til reynslu.
Suðurnesjabær fagnar auknu samstarfi við Sveitarfélagið Voga en undanfarin ár hafa sveitarfélögin átt mjög gott samstarf á sviði félagsþjónustu og fræðsluþjónustu, segir í frétt á vef Suðurnesjabæjar.