Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aukið samstarf sveitarfélaga til umræðu
Fimmtudagur 18. ágúst 2011 kl. 10:25

Aukið samstarf sveitarfélaga til umræðu

Undanfarin misseri hafa bæjarstjóarnir á Suðurnesjum átt fundi þar sem aukið samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum hefur verið til umræðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í samtali við Víkurfréttir sagði Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, að meðal þess sem rætt hafi verið á þessum fundum sé sameiginleg tölvuþjónusta, aukið samstarf í skólamálum, t.d. varðandi fræðsluskrifstofu. Þá hafi verið rædd ýmis hagræðingarmál og bætt þjónusta við íbúana. Einnig hefur svæðisskipulag og sameiginlegt atvinnusvæði verið meðal umræðuefna.


Ásmundur segir að fundirnir hafi verið óformlegir og ekkert hafi verið fastneglt í auknu samstarfi sveitarfélaganna. Núna sé það bæjarstjórna í sveitarfélögunum að leggja línurnar fyrir sína bæjarstjóra og ákveða framhaldið.


Í Garði hefur verið lagt til að bæjarráð feli bæjarstjóra að halda áfram viðræðum um mögulega aukið samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum.